rabb-a-babb 52: Palli Brynjars

Nafn: Páll S. Brynjarsson.
Árgangur: 1965.
Fjölskylduhagir: Giftur henni Ingu Dóru og við eigum Ástdísi og Brynjar Snæ.
Starf / nám: Stjórnmálafræðingur og starfa sem sveitarstjóri í Borgarbyggð.
Bifreið: Toyota að sjálfsögðu.
Hestöfl: Hátt á annað hundrað.
Hvað er í deiglunni: Fjárhagsáætlun og síðan jólahald og húllumhæ.

Hvernig hefurðu það? Ég hef það gott.
Hvernig nemandi varstu? Stilltur og prúður framan af, latur í menntaskóla en tók mig svo á í háskóla.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar séra Sigfús klóraði sér í hnakkanum, en það var merkið um að við ættum að koma upp að altarinu.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bæjarstjóri.
Hvað hræðistu mest? Að eitthvað komi fyrir fjölskylduna.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Plata með hljómsveit Ingimars Eydal sem ég keypti í bókabúðinni hjá Árna Blöndal.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Sameinuð á jólum eftir Indriða Jósafatsson frá Húsey.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Íþróttum og Erninum.
Besta bíómyndin? Forrest Gump.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Að sjálfsögðu harðjaxlarnir Bruce og Angeline.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Heilsudrykkurinn Coca Cola.
Hvað er í morgunmatinn? Ristað brauð, djús og örlítið kaffi.
Uppáhalds málsháttur? Brennivínið hefur leikið margan manninn lausum hala.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Var mikill aðdáandi Tinna, en Viggó er líka góður.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Kjúklingur í mangó chutney, hef haldið námskeið í gerð þessa réttar, reyndar ekki fjölsótt.
Hver er uppáhalds bókin þín? Sjálfstætt fólk eftir Laxness.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Til Köben í julefrokost með Ingu Dóru.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Værukær.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Leeds, eignaðist bakpoka merktan þessu ágæta félagi snemma árs 1973.  Held líka svoldið með Arsenal.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Þórhalli Ásmundssyni fyrir einstaka þrautseigju og Pálma Sighvats sem dómara.  Reyndar var ég hrifnari að Pálma sem íþróttaféttamanni eftir að hann valdi mig mann leiksins í leik Tindastóls og Einherja sumarið 1984.  Þarna reis minn knattspyrnuferill hvað hæst og eftir þetta mótmælti ég aldrei dómum hjá Pálma eða hallmælti Þjóðviljanum sem birti þessa ágætu grein.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal, söng lagið í Stundinni okkar með hljómsveitinni á starfsvellinum á  Króknum.  Guðbrandur var hljómsveitarstjóri.  Sem betur fer var myndin ekki hljóðsett.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Ég nefni Winston Churchill á heimsvísu en fyrir mig var það amma mín Minna Bang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir