rabb-a-babb 53: Ardís Ólöf

Nafn: Ardís Ólöf Víkingsdóttir.
Árgangur: 1982.
Fjölskylduhagir: Hamingjusamlega gift Jónatani Grétarssyni ljósmyndara.
Starf / nám: Ég er lærður snyrtifræðingur og hef unnið við það, en frá október  2005 hef ég haft atvinnu af því að syngja fyrir fólk og núna síðast með Leikfélagi Akureyrar í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin sem var alveg yndislegt ævintýri. Ég hef lært klassískan söng í nokkur ár með menntaskóla og vinnu og kláraði 8. stigið mitt vorið 2006. Er nú í Westminster Choir College of Rider Univeristy tónlistarháskóla úti í Bandaríkjunum. Hann er í Princeton New Jersey. Þetta er tveggja ára meistaranám og alveg ótrúlega skemmtilegt og krefjandi.
Bifreið: Ég á ekki bíl eins og er. Seldi “Bláu Þrumuna” mína núna í haust áður en við fórum út til USA.   Í Bandaríkjunum notast ég við ágætis reiðhjól sem ég festi kaup á þegar við komum út og við hjólum allar okkar ferðir. Fín líkamsrækt.
Hestöfl: 59.
Hvað er í deiglunni: Ég er búin að vera í jólafríi heima á Íslandi í mánuð og næsta skref er að fljúgja aftur út og hefja næstu törn í skólanum.

Hvernig hefurðu það? Ég hef það ofboðslega gott. Það var yndislegt að koma heim og anda að sér hreina loftinu og borða besta mat í heimi og hitta fjölskylduna og vini. Er endurnærð eftir gott frí og hlakka til að takast á við verkefnin sem bíða núna á nýju ári.
Hvernig nemandi varstu? Ég held nú að ég hafi verið ágætis nemandi enda vel upp alin. Nokkuð samviskusöm og dugleg að læra.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Erfitt að segja. En mér þykir rosalega vænt um að Hjálmar afi minn fylgdi mér eftir allan fermingadaginn með vídeóupptökuvélina sína og tók allt upp sama hvort það var athöfnin sjálf, veislan eða í hárgreiðslu og förðun hjá Þórdísi frænku. Mér finnst alveg ótrúlegt að hann skuli hafa nennt þessu, því það var allur dagurinn sem fór í þetta. En í dag þykir mér mjög vænt um þessa videóspólu.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Það var nú ýmislegt, allt frá búðarkonu til hjúkrunarfræðings þegar ég var lítil, en fljótlega varð það snyrtifræðin sem vakti áhuga minn. Tónlistin hefur alltaf verið hluti af mér og innst inni átti ég mér alltaf þann draum að verða söngkona og að vinna við tónlist og sá draumur hefur ræst.
Hvað hræðistu mest? -Að missa þá sem mér þykir vænst um.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir? -Fyrsta platan sem ég keypti eða kassettan var örugglega eitthvað með Stjórninni. Ég var algjör Stjórnar aðdáandi og Sigga Beinteins var númer 1,2 og 3 : )
Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí?  I will Survive. Klikkar ekki!
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? - Ég má alls ekki missa af Desperate Housewives.
Besta bíómyndin? Ég get horft endalaust á Moulan Rouge.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Bíddu hvar er Brad Pitt eiginlega! : )
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?  Nammi og aftur nammi. Nei bíddu það er líka skrifað á tossamiðann : )
Hvað er í morgunmatinn? Heima á Íslandi er það Létt Abt með jarðaberjum og múslí en úti í Bandaríkjunum er það gamla góða Cheeriosið.
Uppáhalds málsháttur? Margur er knár þótt hann sé smár.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?  Tommi og Jenni
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Það er pestókjúklingarétturinn minn. Algjört æði. Þið hringið bara ef þið viljið fá uppskriftina.
Hver er uppáhalds bókin þín? Ég er ótrúlega löt að lesa bækur og ég man hreinlega ekki hvaða bók ég las síðast.Skólabækurnar koma þó sterkt inn.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Mér finnst voðlega gaman að dunda mér og stundum flýgur tíminn frá mér.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki, lygi og mannvonska.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Liverpool af því að ég er neydd til þess : )
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Systur minni Sigurbjörgu Ólafsdóttur. Hún hleypur aðeins hraðar en ég.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Diskó Friskó, ekki spurning.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Vigdís Finnbogadóttir.
Ef þú ættir að dvelja alein á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Bát til að komast í land, manninn minn og tannburstan.
Hvað er best í heimi? Fjölskylan og vinirnir. Án þeirra á maður ekki neitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir