rabb-a-babb 54: Keli kennari

Nafn: Þorkell Vilhelm Þorsteinsson.
Árgangur: 1956.
Fjölskylduhagir:  Kvæntur Lydiu Jósafatsdóttur og á með henni Helgu Elísu "83, Margréti Silju "84  og Ingva Aron "90.
Starf / nám:  Aðstoðarskólameistari við FNV.  B.A. í ensku, náms- og starfsráðgjafi, ökukennari og svæðisleiðsögumaður.
Bifreið:  Skoda Octavia árg. 2006.
Hestöfl:  Á annað hundrað.
Hvað er í deiglunni:  Undirbúningur skólahalds næsta vetur.

Hvernig hefurðu það? Alveg sérdeilis gott.
Hvernig nemandi varstu? Ég var fyrirmyndarnemandi sem mætti í alla tíma og stundaði heimanámið fyrir utan árið sem ég eignaðist skellinöðruna.  Þá slaknaði heldur á náminu.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar ég fékk rakvélina í fermingargjöf.  Ég var löngu búinn að týna henni þegar ég þurfti loksins að nota hana.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Lögga eða flugmaður. Ég varð reyndar lögga um tíma, en dreymir enn um að læra að fljúga. Miðað við allar brotlendingarnar í Flight Simulator er sennilega best að ég láti það vera.
Hvað hræðistu mest? Að ráða ekki við verkefni sem ég tek að mér.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Á háskólaárum mínum gaf virðulegt piparsveinafélag á Nýja Garði mér plötu með hljómsveitinni Ten Years After með laginu "I Can't Live Without Lydia".  Hún er í séstöku uppáhaldi þó tónlistin sé hræðileg.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Af mannúðarástæðum myndi ég líklega koma mér undan því að syngja.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Breskum spennu- og gamanþáttum.  Ef Mr. Bean bregður fyrir þá er ég límdur við sjónvarpið. Breskur húmor er óborgnalegur.
Besta bíómyndin? Silent Movie, með Mel Brooks.  Það var svo lítið talað í henni.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Buce Willis. Hann er lang flottastur.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Forboðin epli á borð við nammi og harðfiskur frá Sporði á Eskifirði.
Hvað er í morgunmatinn? Súrmjólk með Cherrios. Það þarf svo lítið að hafa fyrir því.
Uppáhalds málsháttur? Ekki er jakki frakki, nema síður sé.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Ástríkur. Hann er tær snilld.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Að raða í uppvöskunarvélina. Annars reyni ég að valda sem minnstu tjóni í eldhúsinu.
Hver er uppáhalds bókin þín? Bókin sem ég les hverju sinni.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Ég færi sennilega eyjarinnar til La Reunion í Indlandshafi til kunningja míns þar.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Óþolinmæði.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Kæruleysi og sérhlífni.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Manst' eftir Júnætid? Er það ekki lið í enska boltanum?
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Ég hef mestar mætur á íþróttamanninum sem stundar íþróttir sér til ánægju og yndisauka.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal.  Reyndar á Diskó Friskó vel við réttu tækifærin.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Hvað mig varðar þá eru það mamma og pabbi.  Án þeirra væri ég ekki hér. Hvað heiminn varðar þá eru það líklega vísindamenn um allan heim.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Veiðigræjur, eldfæri og bók.
Hvað er best í heimi? Fjöskyldan og fegurð Skagafjarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir