rabb-a-babb 63: Kári Kára

Nafn: Kári Kárason.
Árgangur: 1967.
Fjölskylduhagir: Giftur 4 barna faðir.
Starf / nám: Stöðvarstjóri Íslandspósts á Blönduósi.
Bifreið: Pajero.
Hestöfl: Jesus..næsta spurning.
Hvað er í deiglunni: Setja upp eldhúsinnréttingu.

Hvernig hefurðu það? Bara geggjað.
Hvernig nemandi varstu? Þögull, sat aftast.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Bauð fjölskyldunni á “Funny People” kvikmynd, geggjað grín.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Skipstjóri á flutningaskipi.
Hvað hræðistu mest? Kóngulær og kakkalakka.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? The Wall – Pink Floyd .
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Fer eftir áfengisstigi, get útilokað Alone með Heart.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Leikjum með Arsenal.
Besta bíómyndin? The Wall og eða Platoon.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Bruce / Angelina J.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Nammi & snakk.
Hvað er í morgunmatinn? Kaffi.
Uppáhalds málsháttur? Skítur skeður.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Wile E. Cayote.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? A la tekið til í ísskáp Pizza.
Hver er uppáhalds bókin þín? Gauragangur vs Skræpótti fuglinn, get ekki gert upp á milli þeirra.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... í frönsku Alpana.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Óskipulag.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óskipulag.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Arsenal, því Kenny Sansom lék með þeim.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Bjarni Felix.. dýrka það þegar hann lýsir leikjum.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?  Hvorugt.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Foreldrar mínir...ekki biðja mig um að gera upp á milli þeirra.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Síma, sjónvarp og húsbóndastól.
Hvað er best í heimi? Sigurvíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir