rabb-a-babb 66: RagnarFrosti
Nafn: Ragnar Frosti Frostason.
Árgangur: 1982.
Fjölskylduhagir: laus og liðugur, en annars foreldrar og þrjú systkini.
Starf / nám: Fátækur námsmaður í tölvunerdaverkfræði í Gautaborg, Svíþjóð.
Bifreið: Eftir nokkrar tilraunir að halda einni óbeyglaðri gafst ég upp og læt sporvagna og strætóa skutla mér út um allt, á annars hjól sem ég notaði einhvern tímann í fyrra.
Hestöfl: Ætli sporvagnar hafi hestöfl...
Hvað er í deiglunni: Hlaupa þennan blessaða 400m hring hraðar en hinir og verða svo Master í tölvunerdaverkfræði.
Hvernig hefurðu það? Alveg bara glimrandi gott takk fyrir takk.
Hvernig nemandi varstu? Ég held ég hafi verið hvers kennara draumur, svona fyrir utan að með að ég talaði of mikið og of hátt, já og átti stundum erfitt með að sitja kyrr.
Hvað er eftirminnilegast frá ferm-ingardeginum? Hvað helv**** stólarnir sem við sátum á í kirkjunni voru óþægilegir
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði nú alltaf að verða lögga, síðan atvinnumaður í fótbolta. Núna vill ég bara ná að verða stærri en pabbi
Hvað hræðistu mest? Þessi risastóra græna padda sem ég var að taka eftir í loftinu beint fyrir ofan mig var nú alveg helvíti scary, hafði reyndar betur á móti henni, en var ekki beint hræddur.... eða..... :S
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Valli og Snæálfarnir, betri plötu ekki hægt að finna!
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Ooops I did it again eða Crazy með Britney Spears, blandað með gífurlega flottum danstöktum sem ekki er hægt að sjá neins staðar annarsstaðar
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Scrubs, 24, The OC (fyrsta serían), Heroes....
Besta bíómyndin? Transformers, Fullt af risastórum vélmennum í þvílíku actioni út alla myndina og svo eitt stk flott gella þess inn á milli, ekki hægt að biðja um mikið meira
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Bruce Willis, “Yippee Ki Yay Mother Fucker” segir bara allt sem segja þarf! Angelina Jolie er nottla bara töffari en Gwyneth er sætari, má ekki bara velja báðar?
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Held ég verði bara að segja sykur því af einhverra hluta vegna á ég þrjá 1kg poka af sykri án þess að hafa skrifað það á nokkurn tossamiða....
Hvað er í morgunmatinn? KAFFI, ristað brauð með gúrku, papriku og osti og svo einhver súrmjólk með því, og já einn bolli af kaffi í viðbót.
Uppáhalds málsháttur? Er nú alveg voðalega lítið fyrir málshætti því miður.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? HE-MAN, enginn sem ber ullarnærbuxur og boots jafn vel og við tveir!
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Þau eru allmörg, hef alltaf montað mig af því að geta hent pönnukökum uppí loftið og látið þær lenda rétt á pönnunni (tók reyndar margar tilraunir og pönnukökur að læra það) og svo er það líka afrek útaf fyrir sig að læra ekki af mistökunum að maður á EKKI að steikja kjúkling á pönnu ber að ofann!!!
Hver er uppáhalds bókin þín? Da Vinci Code fannst mér alveg mögnuð, en verið alltof latur að lesa bækur síðustu árin.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Drangey, fyrir það eitt að vera Skagfirðingur skammast ég mín alveg hrikalega mikið fyrir að hafa aldrei komið þangað
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Æi maður hefur nú náð að sættast sæmilega við sig eins og maður er ☺
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Held ég gæti alveg talið upp gífurlega margt, eeennn, segjum tillitsleysi.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? LIVERPOOL, finnast einhver önnur lið á Englandi??
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Jeremy Wariner, 400m, hann er nottla bara maðurinn!
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal, kann textann og get því sungið með (öllum öðrum til mikils ama)
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Gubbi, ef hann hefði ekki sagt við mig að ég væri hrikalega falskur í tónmennt fyrir allmörgum árum væri ég sennilega búinn að stofna hljómsveit fyrir lifandi löngu síðan og orðið valdur af stóra 20. aldar fólksflóttanum frá íslandi
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? GSM – Laptop og örbylgjuofn, myndi svo komast að því að það er ekkert rafmagn á eyðieyjunni og myndi sennilega drepast eftir viku.
Hvað er best í heimi? Bananar á Pizzu!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.