rabb-a-babb 72: Ingvar Ormars

Nafn: Ingvar Ormarsson.
Árgangur: 1974.
Fjölskylduhagir: Giftur Aldísi Stefánsdóttur.  Við eigum tvo drengi þá Oliver Ormar 6 ára og Markús Inga 2 ára.
Starf / nám: Flugmaður hjá Icelandair.
Bifreið: Toyota Land Cruiser.
Hestöfl: Meira en 100 en minna en 200.
Hvað er í deiglunni: Fara á skíði til Ítalíu og koma golf forgjöfinni niður fyrir 10.

Hvernig hefurðu það? 
Ljómandi góður nema hvað ég er slæmur í ökkla eftir smá snúning í körfbolta.
Hvernig nemandi varstu?  
Ekkert sérstakur, talaði mikið í tímum og fylgdist illa með en þetta slapp allt fyrir horn.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?  
Hárgreiðslan og jakkafötin.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?  
Bóndi í Fljótunum eða íþróttakennari.  Get ennþá orðið bóndi en veit ekki með íþróttakennarann.
Hvað hræðistu mest? Pálma Sighvats með flautu.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Jólaplata með Ómari Ragnarssyni var sú fyrsta og besta.  Hún var spiluð í Barmahlíðinni frá miðjum júní fram í janúar.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? 
Ég hef nú ekki lagt það á nokkurn mann að gera það enda hefur Björgvin Reynisson séð um þá deild fyrir okkur félagana.  En ef ég væri neyddur þá væri það Sigurjón digri með Stuðmönnum.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)?  
Veðurfréttum og Út og suður.
Besta bíómyndin? 
Top Gun og Með allt á hreinu.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow?  
Brúsi og Angelina eru töff en hin frekar lásí.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?  
Kex og Súrmjók frá KS.
Hvað er í morgunmatinn? 
Cheerios.
Uppáhalds málsháttur? 
Lengi er von á einum.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Njalli í Póstinum Páli, hann er bara svo cool.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Málningin á veggjunum, ég held að annað sem ég geri þar inni flokkist ekki sem snilldarverk.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Var að klára Guðna og fannst hún nokkuð góð, set hana bara í fyrsta sætið.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
...til Páskaeyju, langar að kíkja þangað.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Óþolinmæði.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Óheiðarleiki.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Liverpool, það sagði sig sjálft fyrir 25 árum en gerir kannski ekki í dag.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
John Starks og Pálmi Sighvats bera af.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?  
Heim í Búðardal.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Dr. Milan Rosenik.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér?  
Mat, golfsettið og golfkúlur.
Hvað er best í heimi?  
Ísland, fjölskyldan og snjórinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir