rabb-a-babb 77: Jón Dan

Nafn: Jón Daníel Jónsson (Jón Dan).
Starf / nám: Matreiðslumeistari.
Bifreið: Renault Kangoo, kallaður Foodmobil.
Hestöfl: 450.
Hvað er í deiglunni: Lifa lífinu.

Hvernig hefurðu það? 
Ljómandi takk.
Hvernig nemandi varstu? 
Jájá.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Apaskinnsbuxurnar sem ég var í.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Bóndi.
Hvað hræðistu mest? 
Þröngsýnt fólk.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?
 Fyrsta var með Elvis en besta er líklega Number Of The Beast með Iron Maiden.
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí?
 Run To The Hills.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)?
 Leikjum með Liverpool.
Besta bíómyndin? 
Eric the Viking og þrílógían um hringinn.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
Horfi á fótbolta.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?
 Allt.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?
 Jarðarber og eitthvað sem ég hef ekki séð áður.
Hvað er í morgunmatinn?
 Banani og Cheerios.
Uppáhalds málsháttur?
 Enginn verður óbarinn biskup.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?
 Grettir.
Hver er uppáhalds bókin þín?
 Hobbitinn.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
...til Hawaii.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Leti.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
 Leti.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Liverpool, af því að þeir eru bestir.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á?
 Steven Gerrard.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?
 Hvorki hjólar.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Afi minn, Gísli Jónsson.
Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Hníf, eldspítur og fartölvu.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
 Kokkur í klæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir