rabb-a-babb 78: Guðrún Brynleifs

Nafn: Guðrún Brynleifsdóttir.
Árgangur: 1977.
Fjölskylduhagir: Á tvo gaura, Daníel (8 ára) og Brynjar (6 ára).
Búseta: Hólar city.
Hverra manna ertu: Dóttir Brynleifs og Önnu sem búa nú á Steinhólum í Hjaltadal.
Starf / nám:
Vinn á Markaðs- og þróunarsviði hjá Sveitarfélaginu, er líka að byrja í skóla, ætla að taka Master í ferðamálafræði hjá Hólaskóla.
Bifreið: Ég á flottasta bílinn: Skoda Octavia.
Hestöfl: Eitthvað svipað og krafturinn í Árna Gísla litla bróður.
Hvað er í deiglunni: Fara heim að knúsa drengina mína, Laufskálarétt, skóli og margt fl.

Hvernig hefurðu það? 
Mjög gott, þakka þér fyrir.
Hvernig nemandi varstu? 
Eins og ENGILL.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Fékk mjög mikið af skartgripum í fermingargjöf, var ekki ánægð með það og messuvínið var hrikalega vont.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Það var nú dálítið margt sem ég ætlaði að verða; búðarkona, hestakona, sundkona, leikkona, hárgreiðslukona, mótorhjólagella, bifvélavirki, listakona og smásagna og ljóðaskáld.
Hvað hræðistu mest? 
Að keyra Eyrarfjall í Ísafjarðardjúpi, Hestaklauf.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Ég man það nú ekki en uppáhalds hljómsveitin var Ævintýri sem Björgvin Halldórsson stofnaði með Sigurjóni Sighvatssyni og Arnari Sigurbjörnssyni. Við systurnar stofnuðum okkar eigin hljómsveit, man nú ekki hvað hún hét en við notuðum tennisspaða, orgelstól, prjóna og fleira sem hljóðfæri....og sungum fullum hálsi lalalalalaaa ævintýri enn gerast....
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? 
Eitthvað með Janis Joplin.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Klovn (Trúður) sem er dönsk gamanþáttaröð.
Besta bíómyndin? 
Mýrin.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
Nöldra!
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Þegar ég bjargaði hamstri undan eldavélinni, geri aðrir betur.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?
Súkkulaði.
Hvað er í morgunmatinn? 
Kaffi og Spirolina, stundum Special K.
Uppáhalds málsháttur? 
Maður er manns gaman.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Tommi (Tommi og Jenni).
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Ævisaga Ingrid Bergman.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
...til jólasveinsins.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Hvað ég get stundum verið gleymin.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Þegar að fólk setur ekki klósettsetuna alveg niður eftir notkun. Það er alveg óþolandi að koma að opnu klósetti!
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Þessir rauðu og hvítu!
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? 
Fúsa.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Heim í Búðardal.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Það eru allir mikilvægir.
Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Súkkulaði, stílabók og penna.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? 
Litla stúlkan með krullurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir