rabb-a-babb 8: Þórhallur

Nafn: Þórhallur Ásmundsson.
Árgangur: 1953.
Fjölskylduhagir: Í fjarbúð.
Starf / nám: Blaðamaður/húsasmiður.
Bifreið: Toyota Corolla 1994
.
Hestöfl: Ekki mín sérgrein.
Hvað er í deiglunni: No comment.

Hvernig hefurðu það? Gott.
Hvernig nemandi varstu? Ekkert séstakur.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Fermingarfötin sem voru keypt í vefnaðarvörubúðinni hjá Tomma og Stínu Sölva, einnota því ég fór aldrei í þau aftur.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hugsaði aldrei svo langt, en fékk snemma áhuga fyrir blaðamennskunni.
Hvað hræðistu mest? Það er ekki hægt að svara svona spurningum.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Thick as a brick með Jetro Thull er sú plata sem ég hef spilað mest.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Jóa útherja.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Veðrinu.
Besta bíómyndin? Mr. Robinson og Little big man.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Geirmundur eða Stúlli. Geirmundur hitti víst Stúlla um daginn og sagði. "Það er alveg magnað hvað þú ert búinn að endast lengi í þessu."
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Magáll.
Hvað er í morgunmatinn? Hafragrautur, lýsi, egg og væn sneið með rúllupylsu.
Uppáhalds málsháttur? Morgunstund gefur gull í  mund, en fer ekki alltaf eftir honum.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Horfi lítið á teiknimyndir.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Uppvaskið.
Hver er uppáhalds bókin þín? Ég myndi segja sagan Nonni. Mér finnst það vera mikil hetjusaga, með góðum boðskap.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færir, þá færirðu... Á skíði til Alpanna, annaðhvort þeirra ítölsku eða austurísku.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Þegar ég er of mikið utan við mig.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Veit það ekki.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Manchester. Það er orðið svo langt síðan ég fór að halda með þeim að ég man það ekki.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Það eru símamennirnir Stebbi póst og Pálmi Sighvats.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Dýrin í Týról eru betri.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Ég missti alveg af fyrri hlutanum.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Það geta ekki einu sinni vísindamenn svarað þessu.
Hversu lengi hefurðu gegnt starfi ritstjóra Feykis? Rúm 16 ár.
Hver er eftirminnilegasta fréttin á ferlinum? Það var þegar ég skrifaði um einhverjar ættbálkadeilur í Nesinu og allt varð vitlaust.
Hver var skemmtilegasti viðmælandinn? Ég hugsa að Pála Páls á Hofsósi hafi verið með þeim skemmtilegri. Hún sló meira að segja Ýtu-Kela út.
Einhver mistök öðrum eftirminnilegri? Nei það er engin leið að vinsa úr þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir