rabb-a-babb 80: Guðný Axels

Nafn:  Guðný Hólmfríður Axelsdóttir.
Árgangur:  ´67.
Fjölskylduhagir:  Gift Páli Friðrikssyni og við eigum dæturnar Snæbjörtu, Hugrúnu og Eyvöru.
Búseta: Á Sauðárkróki.
Hverra manna ertu: Dóttir Axels og Diddu frá Litlu-Brekku.

Starf / nám: Lærður hárskeri, skrifstofutæknir í augnablikinu.
Bifreið:  Subaru Forrester 2000.
Hestöfl: Passlega mörg.
Hvað er í deiglunni: Að standa sig.

Hvernig hefurðu það?  
Nokkuð gott bara.
Hvernig nemandi varstu?  
Ég var fyrirmyndar nemandi í alla staði.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?  
Krullurnar sem láku úr áður en að kirkjuferðinni kom.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?  
Nr. 1 sálfræðingur, nr. 2 hárgreiðslukona.
Hvað hræðistu mest?  
Geitunga.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?  
Keypti tvær fyrstu plöturnar á svipuðum tíma: Ernu, Evu og Ernu og Hard rock ´83.  Lýsandi dæmi um fjölbreyttan tónlistarsmekk!!  Besta platan er safnplata með Villa Vill.
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí?  
Ég hef aðeins einu sinni sungið í kareókí með mjög fælandi árangri.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)?  
Breskum/skoskum sakamálaþáttum.
Besta bíómyndin?  
There is Something About Mary.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
Finna það sem er týnt.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Nautasteikur og humar, samt ekki saman.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?  
Súkkulaði.
Hvað er í morgunmatinn?  
Cheerios og léttmjólk.
Uppáhalds málsháttur?  
Fátt er svo með öllu illt....
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?  
Lukku Láki vekur ýmsar tilfinningar, alltaf einn, en þó sjálfum sér nógur.  Poor lonesome káboj.
Hver er uppáhalds bókin þín?  
Óvinafagnaður eftir Einar Kárason.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...  
...á sólarströnd
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?  
Óákveðni.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?  
Yfirgangur og afskiptasemi.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?  
Hvaða bolti sagðirðu?
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á?  
Dætrum mínum.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?  
Heim í Búðardal.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati?   
Hver fann upp netið?
Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér?  
Hárblásarann, súkkulaði og eitthvað að lesa - hvað meira getur maður þurft?
Hver væri titillinn á ævisögu þinni?  
Margir góðir dagar með Guðnýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir