Rabb-a-babb 84: Séra Sigríður

Nafn: Sigríður Gunnarsdóttir.
Árgangur: 1975.
Fjölskylduhagir: Gift Þórarni Eymundssyni og við eigum Eymund Ás, Þórgunni og Hjördísi Höllu.
Búseta: Búsett á Sauðárkróki.
Hverra manna ertu: Er dóttir Helgu Árnadóttur og Gunnars Oddsonar í Flatatungu.
Starf / nám: Sóknarprestur í Sauðárkróksprestakalli.
Bifreið: Volkswagen Carawelle, get ómögulega munað hvaða árgerð.
Hestöfl: Mörg hestöfl og nokkir hestar.
Hvað er í deiglunni:  Það er alltaf eitthvað að líta í.

Hvernig hefurðu það? 
Ljómandi gott.
Hvernig nemandi varstu? 
Svona í meðallagi held ég?
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
 Sólin skein og það var létt yfir fólki.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Ég ætlaði að verða bóndi. Kannski á ég það eftir?
Hvað hræðistu mest? 
Mér er ekki vel við köngulær.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?  
Fyrsta plötuna sem ég eignaðist fékk ég gefins, það var Introducing the Hardline According to Terence Trent D´Arby. Hún var mikið spiluð enda góður gripur.
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Karókí? 
Ég er ekki líkleg til að taka þátt í Karókí. Syng mest í messum.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Horfi helst á Kiljuna og Höllina dönsku.
Besta bíómyndin?  
Þær eru svo margar. Ein þeirra er The Straight Story eftir David Lynch, um gamla manninnn sem ferðast yfir þver Bandaríkin til að sættast við bróðir sinn.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
Ég er best í að segja hinum hvað þau eigi að gera. Þar stendur mér enginn á sporði.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  
Það var þegar að ég eldaði hreindýrshrygg en stóð í þeim misskilningi að ég væri að elda léttreyktan lambahrygg. Sem-sagt púðursykursgljáður hreindýrs-hryggur.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?  
Þetta er óþægileg spurning. Ostar, rjómi og súkkulaði.
Hvað er í morgunmatinn?
 Hafragrautur og lýsi.
Uppáhalds málsháttur?  
Sígandi lukka er best.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Hrúturinn hreinn er ágætur.
Hver er uppáhalds bókin þín?  
Biblían.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
 til Þýskalands að heimsækja Sjöfn vinkonu mína sem ég hef ekki séð í mörg ár.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
 Þegar að ég læt hluti sem ég fæ ekki breytt fara í taugarnar á mér.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
 Óheilindi.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Fylgist ekki með enska boltanum en Liverpool á sér dygga stuðningmenn á heimilinu.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? 
Hef miklar mætur á hestaíþróttamanninum honum Tóta mínum.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Heim í Búðardal af tveimur lökum kostum.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Þær eru tvær, mamma  og pabbi.
Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér?  Vona að það komi ekki til!
Hver væri titillinn á ævisögu þinni?  Enginn hefur sýnt áhuga á að rita ævisögu mína enn sem komið er, svo ég tel spurninguna ótímabæra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir