Rabb-a-babb 96: Heiðdís Lilja

Nafn: Heiðdís Lilja Magnúsdóttir
Árgangur: 1972
Fjölskylduhagir: Eitt barn, 14 ára snillingur.
Búseta: Bý í Garðabæ.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Dóttir Magnúsar Sigurjónssonar og Kristbjargar Guðbrandsdóttur. Ólst upp á sælureitnum Víðigrund 11.
Starf / nám: Laganemi við HR og fréttamaður á Ríkisútvarpinu.
Hvað er í deiglunni: Meistararitgerðin mín í lögfræðinni á hug minn allan þessa dagana. Svo er ég að fara að ferma strákinn minn í lok mars.

Hvernig nemandi varstu? Fróðleiksfús og samviskusamur. (Sem sagt kennarasleikja.)

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
 Appelsínugula satínskyrtan og dressið sem mamma saumaði á mig. Að fá skatthol í fermingargjöf þegar mig langaði í græjur. Og vídeóhornið í svefnherbergi foreldra minna, þar sem við krakkarnir horfðum á The Karate Kid á meðan þeir fullorðnu gúffuðu í sig kransaköku á neðri hæðinni.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Grunnskólakennari, sundþjálfari eða píanókennari.

Hvað hræðistu mest? 
Að eitthvað komi fyrir mína nánustu.

Besti ilmurinn? Nýslegið gras og karlmennskufnykur af kærastanum.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið (hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. 17 ára)? Það hlýtur að hafa verið Freedom með George Michael. Eða kannski eitthvað með Aha?

Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Mér finnst að Last Christmas með Wham ætti að vera á öllum lagalistum, alltaf og alls staðar.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Kastljósi og Sunnudagsmorgni. Ég horfi lítið á sjónvarp.

Besta bíómyndin (af hverju)? Með allt á hreinu. Þarfnast ekki skýringa.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Anítu Hinriksdóttur.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
Ég er mjög góð í að poppa.

Hvert 
er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  Lasagnað mitt.

Hættulegasta helgarnammið? Lakkrís og piparmolar.

Hvernig er eggið best? Steikt, ofan á vel smurðu rúgbrauði.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég man aldrei brandara.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Fordómar og óheiðarleiki.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun?  
Happiness is nothing more than good health and a bad memory.

Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég man eftir mér fimm ára að labba ein í leikskólann með bleika nestistösku, sem mér fannst mjög „fullorðins“.

Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Tinni. Ljóska og blaðamaður. I rest my case.

Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera (og af hverju)? Bogi Ágústsson. Hann er svo gáfaður.

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur (og af hverju)? Ég er bókaormur, á þó enga uppáhaldsbók en held mikið upp á Auði Övu þessa dagana.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? „Nákvæmlega“ og “ert'að grínast?“

Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? 
Á Íslandi: Vigdís Finnbogadóttir, fyrir að breyta mosavöxnum hugmyndum um það hvernig þjóðarleiðtogar eiga að líta út og haga lífi sínu. Erlendis: Tim Berners-Lee, fyrir að finna upp Internetið.

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu (og af hverju)? Ég myndi fara aftur til eigin bernskujóla eða bara aftur í eldhúsið hennar mömmu á venjulegum degi, til að spjalla við hana einu sinni enn.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Meira vesenið, alla daga.

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
 að Garda vatninu á Ítalíu, með viðkomu hjá pýramídunum í Egyptalandi.

Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
 Bók, píanó og veiðistöng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir