Æskan og hesturinn á morgun

Reiðhöllin Svaðastaðir á Sauðárkróki verður iðandi af lífi á morgun, laugardaginn 7. maí en þá fer fram stórsýning barna úr hestamannafélögunum í Skagafirði og nágrannabyggðum.

Um stórskemmtilega fjölskylduskemmtun er að ræða  þar sem börn á öllum aldri sýna listir sínar í reiðmennsku en sérstakir gestir sýningarinnar verða þau Þórarinn Eymundsson og Ingunn Kristjánsdóttir.

Sýnt verður tvisvar um daginn, kl. 13:00 og 16:00 og er aðgangur ókeypis og opið fyrir alla.

Fleiri fréttir