Álftagerðisbræður syngja syðra
Nú í vikunni munu hinir landskunnu Álftagerðisbræður leggja land undir fót og halda tónleika fyrir sunnlendinga og vestlendinga ásamt undirleikara þeirra Stefáni Gíslasyni.
Föstudaginn 24. október munu þeir syngja í Reykholtskirkju og hefst dagskrá kl. 20.30. Laugardaginn 25. verða þeir í Hveragerðiskirkju kl. 16.00 og sunnudaginn í Fella og Hólakirkju og hefjast tónleikarnir þar einnig kl. 16.00. Að sögn Sigfúsar Péturssonar verður fluttur samtíningur úr öllum áttum þó aðallega létt músík í amstri dagsins.