Anna Áslaug með tónleika á fimmtudag
Fyrstu tónleikar haustsins á vegum Tónlistarfélags Skagafjarðar verða haldnir í sal Tónlistaskólans á Sauðárkróki fimmtudaginn 2. október en flytjandi kvöldsins er Anna Áslaug Ragnarsdóttir, píanóleikari.
Verkefnavalið byggist á óskum Tónlistarfélags Ísafjarðar af tilefni vígslu nýs Steinway konsertflygils í okt. sl. Efnisskráin á erindi til allra sem kunna að meta falleg píanóverk spiluð af einum fremsta píanóleikara landsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 og er miðaverða krónur 500, frítt inn fyrir yngri en 18 ára.