Ástarsaga úr fjöllunum í Miðgarði í dag

Möguleikhúsið sýnir barnaleiksýninguna Ástarsaga úr fjöllunum í Menningarhúsinu Miðgarði í dag, þriðjudaginn 6. nóvember kl. 17:00.

Leikritið byggir á hinni sívinsælu sögu Guðrúnar Helgadóttur Ástarsaga úr fjöllunum sem fjallar um tröllskessuna Flumbru og tröllastrákana hennar átta.

„Sagan veitir innsýn í heillandi heim íslenskra þjóðsagna og ævintýra. Fyndin og spennandi saga í skemmtilegri uppsetningu Möguleikhússins,“ segir í fréttatilkynningu frá Miðgarði.

Miðaverð aðeins 1.500 kr.

 

Fleiri fréttir