Atkvæðagreiðsla um sáttatillögu hafin

Hafin er atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara en hún er viðauki við kjarasamning sem undirritaður var 21. desember 2013 en félagsmenn Öldunnar á almennum markaði felldu.  

Atkvæðagreiðsla um tillöguna hófst á skrifstofu félagsins í dag og lýkur henni á fimmtudaginn. Kjörfundur er opinn alla dagana frá kl. 8:00-20:00. Sáttatillöguna og helstu atriði kjarasamnings má finna á heimasíðu félagsins.

Fleiri fréttir