Auka á hlutafé í Flugu hf.

Fluga hf hefur sent hluthöfum félagsins erindi þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að hækka hlutafé um allt að 30 milljónir króna með útgáfu nýrra hluta.

Hluthöfum í Flugu hf stendur til boða að kaupa hlutafé fyrir sömu fjárhæð og hefur byggðaráð Skagafjarðar samþykkt að sveitarfélagið taki þátt í hlutafjáraukningunni fyrir allt að 5 milljónum króna, sem muni greiðast á þremur árum.Fyrsta greiðsla verði greidd haustið 2011 og var fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011

Fleiri fréttir