Bæklingur um veiðivötn á Skagaheiði

Bæklingur um veiðivötnin á Skagaheiði er kominn út en í honum er að finna upplýsingar um nærri fjörtíu vötn. Honum fylgir gott kort og öll vötn sem fjallað er um eru merkt. Bæklingurinn er unnin af Sigurði Sigurðarsyni og Róbert F. Gunnarssyni en útgáfan er styrkt af Ferðamálastofu.

Samkvæmt heimasíðu sveitarfélagsins Skagastrandar er getið um fimm grundvallaratriði um hvert vatn í texta: Veiðileyfi, vegalend frá Skagaströnd, aðkomu, veiði og stærð vatns. Einnig hefur verið reynt að birta myndir af sem flestum vötnum.

Í honum er einnig að finna hverjir selja veiðileyfi, hversu langt er að vatni frá Skagaströnd, aðkoma að vatninu, stærð þess og ekki síst hvers konar veiði er von. Í bæklingnum er kort af Skaga og þar má finna helstu leiðir, örnefni, jarðamörk og mörk almenninga.

Bæklingurinn verður til afhendingar á helstu viðkomustöðum ferðamanna á Norðurlandi vestra en hann er einnig að finna á heimasíðu sveitarfélagsins og finnst hér.

 

Fleiri fréttir