Banaslys í Norðurárdal

Banaslys varð  Norðurárdal þegar maður missti stjórn á bíl sínum og hafnaði út í ánni. Maðurinn, sem er útlendingur, fór úr höfuðborginni í gær áleiðis norður og þegar hann hafði ekki skilað sér var hafin leit að honum. Bifreið mannsins var með erlendri diplómanúmeraplötu.

Lögregla og björgunarsveitir leituðu mannsins í dag með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en bíllinn fannst á sjötta tímanum.

Hann virðist hafa misst stjórn á bíl sínum og hafnað út í ánni. Staðhættir voru með þeim hætti að afar erfitt var að greina bílinn í ánni og því tók leitin eins langan tíma og raun bar vitni.

Fleiri fréttir