Björgunarsveitin færði Tindastól heim

Það gekk ekkert upp hjá okkar mönnum í körfuknattleiksliði Tindastóls í gær en þar sem fært var frá Sauðárkróki um hádegi í gær kom ekki til greina að fresta leiknum og því fóru strákarnir suður í gærkvöld til þess að keppa. Á heimleið festist Tindastólsrútan síðan á Þverárfjallsvegi og þurfti aðstoð björgunarsveitar til þess að koma liðinu alla leið heim.

Strákarnir okkar óskuðu eftir aðstoð um fjögur og voru komnir til síns heima upp úr klukkan sex í morgun og hafði keppnisferðin þá staðið um það bil þremur klukkustundum lengur en vant er. Engum varð þó meint að volkinu að að sögn stjórnarmanna varð strákunum ekki einu sinni kalt.

Fleiri fréttir