Breytingar framundan hjá Gránu Bistro!
Breytingar verða um komandi áramót í rekstri veitingastaðarins Gránu Bistro þegar núverandi rekstraraðilar, fyrirtækið Smith & Jónsson hættir afskiptum af rekstri veitingastaðarins. Þeim er þakkað kærlega fyrir frábært samstarf og framúrskarandi þjónustu á undanförnum mánuðum. Auglýst hefur verið eftir nýjum starfskrafti til að halda áfram með þróun veitingarekstur Gránu Bistro og við munum opna aftur með nýjar og spennandi hugmyndir á nýju ári.
Gjafabréf í Gránu veitingar og verslun munu að sjálfsögðu gilda á nýju ári, en sjálfsagt er að hvetja fólk til að nýta þau í desembermánuði og gera sér dagamun á aðventunni.
Opnunartímar í desember eru sem hér segir:
Sýning 1238, Gránubúð og Upplýsingamiðstöð ferðamála:
- opin alla virka daga og laugardaga til jóla frá 11-16.
- Lokað á sunnudögum.
- Lokað frá og með 24. des. – 28. Des.
- Opið 29. og 30. des. frá 11-16.
- Lokað 31. des.
Grána Bistro:
- Opið alla virka daga til og með 22. des. frá 11-14.
- Opið fimmtudaga - sunnudaga frá kl. 18:00.
- Opið miðvikudagskvöldið 22. des frá kl. 18, en það er síðasti opnunardagur ársins hjá Gránu Bistro.
- Lokað yfir hátíðirnar.
Borðapantanir í síma 588 1238 og í gegnum Facebook síðu Gránu Bistro.
Sýning 1238 og Grána Bistro verða lokuð í janúarmánuði, en opnað verður á sýningu fyrir hópa sem panta í síma 588 1238 eða í info@1238.is.
/Fréttatilkynning