Bróðir Svartúlfs fær frábæra dóma á Rjómanum
Hinn ferski norðanvindur getur hæglega róast og orðið að ljúfum andvara, en líklegra þykir mér þó að hann magnist upp í eitthvað meira, segir á Rjóminn.is. en þar er að finna plötudóm á Bróðir Svartúlfs sem fær 4 stjörnur.
Plötudómurinn er einlægt lof á hljómsveitina og ekki síst söngvarann Arnar Frey sem sagður er einhver besti ungi textasmiður landsins í dag. „Textarnir eru aðgengilegir og áreynslulausir en þó yfirfullir af frumlegum myndhverfingum, áhugaverðri notkun tungumálsins og tekst að vera algjörlega lausir við klisjur og slík leiðindi“. Hljóðfæraleikararnir fá líka hrós en þar er sagt að þeir virki eins og traust riddarasveit að baki Arnari þar sem píanóið gegni oftast aðalhlutverki í undirleiknum, en trommurnar og bassinn halda taktinn. „Gítarinn kemur svo sterkur inn annaðhvort með fínum gítarlínum eða yfirdrifnum gítarsólóum sem ýmist ganga fullkomlega upp (,,Rólan…”), reyna örvæntingafullt að yfirgnæfa rappið (,,Alinn upp…”) eða leiðast út í gjörsamlega tilgangslausa fingraleikfimi(,,Gullfalleg útgáfa…”).
Platan fær 4 stjörnur sem þýðir – Virkilega góð plata. Fjarkar eru plötur sem Rjóminn mælir hiklaust með fyrir alla sem hafa áhuga á góðri tónlist.
Sjá nánar HÉR