Búist við stormi NV-til í nótt og fram eftir morgundeginum

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er suðlæg átt, 5-10 m/s og skýjað, 8-15 og rigning eða slydda síðdegis. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verður suðvestan 13-20 og slydduél í nótt, hvassast úti við sjóinn, en heldur hægari á morgun. Hiti 2 til 7 stig í dag, en síðan 0 til 5 stig.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að hálka er á Þverárfjalli og hálkublettir á Öxnadalsheiði, annars eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum og á stöku stað í innsveitum.

„Skil lægðar fara norðaustur yfir landið síðdegis og í kvöld. Á fjallvegum norðvestantil á landinu má reikna með snjókomu eða krapa. Seint í kvöld og nótt hvessir og kólnar. Þá má reikna má með éljum ofan 100-200 m um vestanvert landið til morguns,“ segir á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Veðurhorfur á landinu yfir páskahátíðina:

Á miðvikudag:
Vestlæg átt, 8-13 m/s, en N-lægari fyrir norðan. Víða él, en bjartviðri A-lands. Frostlaust S- og V-lands, en annars vægt frost.

Á fimmtudag (skírdagur):
Gengur í hvassa suðaustan- og sunnanátt seinni partinn með talsverðri rigningu eða slyddu, en snjókomu inn til landsins. Hægari NA-lands og úrkomulaust. Hlýnar í veðri.

Á föstudag (föstudagurinn langi):
Suðvestan 13-20 með skúrum eða éljum, en hægari og bjartviðri NA-til. Dregur úr vindi og éljum með kvöldinu. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.

Á laugardag:
Suðvestan 5-13 og skúrir eða él, en bjartviðri A-til. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.

Á sunnudag (páskadagur):
Útlit fyrir suðaustlæga átt, 3-10 m/s. Lítilsháttar væta með köflum S- og V-lands en bjartviðri N-lands. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast S-lands.

Á mánudag (annar í páskum):
Hægviðri og skýjað með köflum eða léttskýjað. Hiti 0 til 5 stig.

Fleiri fréttir