Byggðaráð tekur lán
Nýskipað byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 300.000.000 kr. til 14 ára. Er lánið tekið vegna byggingar leikskóla við Árkíl.
Jafnframt var Margeiri Friðrikssyni sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning nr. 23/2010 við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.