Dagskrá Sæluviku komin á netið

Sæluvikan, lista- og menningarhátíð Skagfirðinga verður að þessu sinni frá 1.maí til 8.maí. Dagskráin er hlaðin skemmtilegum viðburðum, bæði stórum sem smáum. Það er óhætt að segja að dagskrá Sæluvikunnar sé fjölbreytt, en þar skipar söngurinn veglegan sess, auk leiksýninga, myndlistarsýninga, ljósmyndasýninga o.fl.

Dagskránni verður dreift á öll heimili og fyrirtæki í Skagafirði og auk þess má nálgast dagskránna á heimasíðu Sæluvikunnar www.saeluvika.is.

Dagskrá Sæluvikunnar 2011

Fleiri fréttir