Dauðar langvíur á Borgarsandi
Starfsmenn Náttúrustofunnar rákust á hátt í 40 svartfuglshræ á Borgarsandi fyrr í vikunni. Hafði þau rekið á land á seinustu dögum. Ekki reyndist unnt að greina öll hræin til tegundar þar sem hrafnar höfðu gætt sér á mörgum þeirra og var lítið eftir af þeim. Þau hræ sem hægt var að greina reyndust vera langvíur.
Ef fólk verður vart við að dauða svartfugla sé að reka á landi í Skagafirði í einhverjum mæli vill starfsfólk á Náttúrustofuni gjarnan frétta af því. Hægt er að hringja í síma 455-7999 eða senda tölvupóst á thordis@nnv.is
/nnv.is