Fjöldi fólks í kaffi á 1. maí

Hátíðardagskrá stéttarfélaganna í Skagafirði var haldin í gær þann 1.maí í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB flutti hátíðarræðu og að venju voru veglegar kaffiveitingar og skemmtiatriði úr ýmsum áttum.

Fjöldi fólks var samankominn og sýndi samstöðu á þeim erfiðu tímum sem nú eru í þjóðfélaginu en nú eru samningar verkafólks lausir og blikur á lofti um verkfallsaðgerðir. Þrátt fyrir þá vá skemmti fólk sér vel og naut bæði kaffis og skemmtiatriða.

Fleiri fréttir