Fjörður vinnur við Sauðána

Í Feyki sem kom út í gær er fjallað um þær framkvæmdir sem eiga sér stað við Sauðána utan við N1 en um er að ræða fegrunaraðgerðir sem hafa staðið til um nokkurt skeið og eiga að tengja saman útivistarsvæðið í Litla Skógi allt niður að Tjarnartjörn. Sagt var að Víðimelsbræður ehf. hefðu umsjón með framkvæmdinni, sem ekki er rétt, því það er Fjörður ehf. sem gerir það.

Er beðist velvirðingar á rangfærslunni.

Að sögn Jón Arnar Berndsen hjá Umhverfis- og tæknisviði Svf. Skagafjarðar er hugmyndin að gera svæðið náttúrulegt og aðlaðandi, m.a. fyrir börn sem þarna leika sér iðulega og veiða síli.

Í fjárhagsáætlun þessa árs var gert ráð fyrir að ljúka við framkvæmdir á svæðinu umhverfis ána austan Skagfirðingabrautar, norðan við nýja leikskólann, Ársali.

Meira um framkvæmdina í Feyki.

Fleiri fréttir