Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykktur
Á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem fram fór þann 25. júli, var listi flokksins fyrir komandi kosningar samþykktur.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, leiðir listann. Í öðru sæti er Haraldur Benediktsson, alþingismaður og bóndi. Í þriðja sæti er Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður. Í fjórða sæti er Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona og í fimmta sæti er Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, ráðgjafi.
Listinn í heild sinni:
| 1 | Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir | Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra |
| 2 | Haraldur Benediktsson | alþingismaður og bóndi |
| 3 | Teitur Björn Einarsson | Lögfræðingur og varaþingmaður |
| 4 | Sigríður Elín Sigurðardóttir | Sjúkraflutningakona |
| 5 | Guðrún Sigríður Ágústsdóttir | Ráðgjafi |
| 6 | Örvar Már Marteinsson | Skipstjóri |
| 7 | Magnús Magnússon | Sóknarprestur |
| 8 | Lilja Björg Ágústsdóttir | Lögmaður og forseti sveitarstjórnar |
| 9 | Bjarni Pétur Marel Jónasson | Aðhlynning |
| 10 | Bergþóra Ingþórsdóttir | Nemi í félagsráðgjöf |
| 11 | Friðbjörg Matthíasdóttir | Oddviti í Vesturbyggð og viðskiptafræðingur |
| 12 | Sigrún Hanna Sigurðardóttir | Búfræðingur og bóndi |
| 13 | Anna Lind Særúnardóttir | Meistaranemi í félagsráðgjöf |
| 14 | Gísli Sigurðsson | Framkvæmdastjóri Tengils og formaður Byggðaráðs |
| 15 | Guðmundur Haukur Jakobsson | Pípulagningameistari og forseti sveitarstjórnar |
| 16 | Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir | Viðskiptafræðingur |
/SMH
