Fyrirlestrarröð Löngumýrar

 Í vikunni verða tveir fyrirlestrar í fyrirlestraröð Löngumýrar. Sá fyrri verður á morgun undir heitinu Þriðjudags þríhelgi og hefst klukkan 18:00 Sá síðari nefnist Fordómar í garð trúarbragða og verður fimmtudagskvöldið 18. mars.

 Þriðjudagsnámskeiðið er athyglisvert námskeið fyrir sóknarpresta og sóknarnefndir, organista og hringjara, meðhjálpara og messuþjóna, kórsöngvara og kirkjverði. Sr. Kristján Valur Ingólfsson fjallar með lifandi hætti um þrjá þætti kirkjustarfsins: kirkjuna, þjónustuna og trúariðkunina og hlutverk og ábyrgð presta, starfsfólks og safnaða í virku kirkjustarfi.
 
 Fimmtudagsfyrirlesturinn heldur  Pétur Björgvin Þorsteinsson Evrópufræðingur og djákni við Glerárkirkju. Er þarna um að ræða  áhugavert erindi um hræðsluna við hið framandi þ.e. hina svokölluðu "Útlendingafælni"

Með fyrirlestrinum er ætlunin að gefa hugmyndir um þá þætti sem hafa áhrif á viðhorf í garð fólks sem trúir og í garð trúarbragða,  en hann byggir fyrirlesturinn meðal annars á bók sinni ,,Samtal við framandi … Af hugmyndum tvítugra Íslendinga um fjöltrúarlegar aðstæður.”

Fleiri fréttir