Gerðu góða ferð á Garpasund

Helga Þórðardóttir sunddrottning og kraftasundmaðurinn Hans Birgir Friðriksson úr UMF Tindastóli gerðu góða ferð á Norðurlandamót garpa nú um helgina en það er sundkeppni eldri sundmanna: 

 

Helga vann eitt gull í 50 m bringusundi og fjögur silfur og er hún gríðarlega efnileg sundkona þó að hún sé komin á sextugsaldur.  Hans Birgir Friðriksson synti frábærlega og setti Íslandsmet og bronsverðlaun í mjög harðri keppni í 50 m skriðsundi. Sigurjón Þórðarson litli bróðir Helgu og formaður UMSS vann til bronsverðlauna 1.500 m skriðsundi og tók sundið um 23 mínútur.

 

Heimild:   UMSS

Fleiri fréttir