Gleðileg jól
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.12.2020
kl. 18.00
Feykir óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með kærri þökk fyrir samskiptin á árinu sem senn er á enda.
Fleiri fréttir
-
Fyrsta meistararitgerðin frá Hestafræðideildinni á Hólum varin
Þann 12. desember síðastliðinn varði Johannes Amplatz Meistararitgerð sína frá Hestafræðideild Háskólans á Hólum. Sagt er frá því á heimasíðu skólans að þessi meistaravörn hafi markað tímamót við deildina þar sem Johannes varð fyrsti neminn til að ljúka meistaragráðu frá deildinni en hann mun formlega útskrifast í maí í vor.Meira -
Ákveðið að peningar frá Héraðsnefnd Strandasýslu renni í Riis-húsið
Húnaþing vestra hefur ákveðið að verja þeim fjármunum sem sveitarfélagið fékk við slit Héraðsnefndar Strandasýslu til endurbyggingar Riis-hússins á Borðeyri. Í frétt á Húnahorninu segir að Héraðsnefnd Strandasýslu hafi nýverið verið slitið en Húnaþing vestra varð aðili að nefndinni við sameiningu sveitarfélagsins við Bæjarhrepp. Við slitin var bankainnistæðum nefndarinnar skipt á milli þeirra sveitarfélaga sem áttu aðild að henni.Meira -
Ákveðið að semja við Fúsa Ben og Sigurlaugu Vordísi um að taka við Bifröst
Eins og fram hefur komið í Feyki þá höfðu húsverðirnir í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki, Bára Jónsdóttir og Sigurbjörn Björnsson, tekið þá ákvörðun að nú væri rétti tíminn til að rétta öðrum húsvarðarkeflið og bónkústinn góða. Á fundi sínum þann 19. desember sl. samþykktu fulltrúar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar að ganga til samninga við Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur og Sigfús Arnar Benediktsson til og með 31. desember 2027 með möguleika á árs framlengingu.Meira -
Árni Björn hlaut Samfélagsviðurkenningu Molduxa
Jólamót Molduxa er einn af þessum föstu punktum í lífinu sem margur bíður spenntur eftir og það fór venju samkvæmt fram á annan í jólum í Síkinu. Við setningu mótsins hefur frá árinu 2015 verið veitt Samfélagsviðurkenning Molduxa en hana hlýtur einstaklingur sem innt hefur af hendi dugmikið og óeigingjarnt starf til heilla samfélaginu í Skagafirði. Í ár var ákveðið að hana ætti skilið Árni Björn Björnsson, jafnan kenndur við veitingastað sinn Hard Wok.Meira -
Heita vatnið hækkar í verði í Austur-Húnavatnssýslu
Húnahornið segir frá því að um síðustu mánaðamót hækkaði Rarik gjaldskrá sína fyrir sölu á heitu vatni. Fyrir meðalheimili á Blönduósi og Skagaströnd nemur hækkunin 6,8%. Á vef Rarik kemur fram að markmið hækkunarinnar sé að fylgja almennri verðlagsþróun og tryggja eðlilega endurheimt fjárfestinga, ásamt því að stuðla að jafnræði viðskiptavina eftir því sem unnt sé.Meira
