Golfvöllur til leigu
Ferðaþjónustan Lónkoti sem staðsett er utan Hofsós hefur sent Sveitarfélaginu Skagafirði erindi þar sem fyrirtækið býður sveitarfélaginu golfvöllinn að Lónkoti til leigu.
Ekki var hægt að verða við erindi ferðaþjónustunnar en Byggðaráð Skagafjarðar beinir til bréfritara að snúa sér til Golfklúbbs Sauðárkróks með erindið.