Gönguleiðir á Tröllaskaga

Út er komið kort númer 4 af gönguleiðum á Tröllaskaga en þar eru Fljót, Höfðaströnd og Kolbeinsdalur tekin fyrir.

Kortið er allt hið vandaðasta með ýtarlegum upplýsingum fyrir alla þá sem ætla sér á fyrrgreind svæði Tröllaskagans. Stuttar leiðarlýsingar eru um helstu staði ásamt sögu þeirra er að finna á baksíðu kortsins sem glæðir það lífi og gerir það enn meira spennandi fyrir göngufólk.

Það er Háskólinn á Hólum sem gefur kortið út en um kortagerð sá Hjalti Þórðarson.

Fleiri fréttir