Gríðarleg tekjuskerðing erlendra verkamanna
Mikill urgur er í þeim erlendu verkamönnum sem starfa á Íslandi í dag og fá greitt í íslenskum krónum. Gengi evrunnar er nú í kringum 155 krónur en var á sama tíma í fyrra um 88 krónur. Sá sem er með um tvöhundruð þúsund krónur í laun á mánuði og skiptir þeim í evru fékk í fyrra 2272 evrur en nú 1290 evrur og ljóst er að um gríðarlega tekjuskerðingu er að ræða.