Guðmundur áfram út júlí
feykir.is
Skagafjörður
06.07.2010
kl. 08.49
Guðmundur Guðlaugsson mun áfram gegna starfi sveitastjóra í Skagafirði út júlí en ráðningasamningur hans rann út þann 1. júlí sl.
Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar var tekin ákvörðun um að Guðmundur myndi klára ýmiss verkefni áður en nýr sveitastjóri yrði ráðinn. Ekki liggur fyrir hvort staðan verður auglýst.