Gullfiskar í vetrarríki
Þrátt fyrir að vetur konungur hafi ráðið ríkjum í Fljótunum síðustu vikur lifa þar líka góðu lífi í gullfiskatjörn í Langgörðum 2 koi gullfiskar sem nú hafa þreytt þorrann og bíða þolinmóðir í frostinu eftri vorinu.
Eigendur þerira hafa í tjörninni rafhitara til þess að gæta þess að tjörnin botnfrjósi ekki. Þá hefur stundum þurft að fara út með sleggju og brjóta gat í ísinn til þess að blessaðir fiskarnir kafni ekki.
Myndirnar sendi Arnþrúður Heimisdóttir.