Hægt að fylgjast með siglingunni á netinu

Fyrsta skemmtiferðaskipið heimsækir Skagafjörð í dag og leggst væntanlega að bryggju á Sauðárkróki um hádegisbil. Um er að ræða skipið Hanseatic Nature en það hóf ferðina í Noregi en þaðan siglir það til Íslands og síðan Grænlands með allt að 230 farþega. Að sjálfsögðu geta áhugasamir fylgst með siglingunni í beinni á netinu.
Hægt er að fylgjast með hér >
Reiknað er með að Hanseatic Nature stoppi á Króknum í um fimm klukkustundir og þá skella farþegar sér væntanlega í land, sumir rölta um Krókinn og aðrir fara í lengri ferðir eða skella sér á hestbak eða álíka. Skipið tekur allt að 230 farþega og miðað við kynningu á netinu þá ætti ekki að væsa um farþega.
Þegar þessi frétt er skrifuð er ansi drungalegt yfir Skagafirðinum en samkvæmt Veðurstofunni ættu að skiptast á skin og skúrir eftir hádegi en veður blítt.