Hækka verð fyrir nautgripakjöt til bænda
Kjötafurðastöð KS og SKVH hafa ákveðið að hækka verð fyrir nautgripakjöt til bænda um 5%. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Kjötafurðastöð KS er ætlunin ekki að hækka verð á sömu afurðum til neytenda heldur er þetta liður í að hvetja bændur til að auka framleiðslu, því ekki næst að anna eftirspurn.
Hækkunin tekur gildi frá og með 7. apríl nk.