Harmar skerðingu Heilbrigðisstofnunarinnar

Aðalfundur Kvenfélags Akrahrepps var haldinn í Héðinsminni 11mars s.l. og var samþykkt ályktun þar sem skerðing þjónustu Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki er mótmælt.

Fundurinn harmar þá skerðingu á þjónustu heilsugæslu Skagfirðinga sem kynnt hefur verið. Við lýsum vanþóknun og undrun á þeirri ráðstöfun að loka fæðingardeildinni og senda verðandi mæður í önnur héruð til að  fæða þar sem leiðir geta teppst til beggja átta í vetrarveðrum. Fundarmenn benda á þá miklu áhættu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, sem af því getur skapast og varðar líf og heilsu  barna og mæðra. Þökkum góða þjónustu og umönnun á liðnum árum á heilsugæslu Sauðárkróks. Tökum höndum saman og fyrirbyggjum þessa vá. 

Kvenfélag Akrahrepps

Fleiri fréttir