Haustið er klárlega komið
Eftir ótrúlegan blíðukafla skall haustið í öllu sínu veldi á í gærmorgun með norðan hvassviðri og rigningu. Ekki er spáin betri fyrir daginn í dag en gert er ráð fyrir norðan 8 -13 m/s og súld eða rigningu.
Heldur á hann þó að vera hægari á morgun. Hiti verður fimm til tíu stig.