Hestapest enn á Hólum
Enn er hluti hrossa á Hólum sýktur af hestapest en pestin hefur herjað á hross á Hólum síðan snemma á árinu. Engu að síður munu nemendur þreyta langþráð vorpróf sín í hestafræðum á morgun en ekki mátti miklu muna að prófin stæðu.
Að sögn Víkings Gunnarssonar á Hólum hefur eitthvað verið um að hross séu að taka pestina aftur og virðast þau ekki öll mynda það sterkt ónæmi gegn pestinni að þau þoli að vera í námunda við hóstandi hross.