Hilmar Örn þrefaldur Íslandsmeistari
Skagfirðingurinn og skylmingarkappinn Hilmar Örn Jónsson átti góða helgi á Íslandsmeistaramótinu í skylmingum með höggsverði er hann varð Íslandsmeistari í þremur flokkum en hann sigraði í flokki Junior (17-21 ára) Opnum flokki (21-40 ára), Kadett (15-17 ára) og einnig var hann í sigurliði liðakeppninnar sem er Opinn flokkur.
Þetta mun vera í fyrsta sinn í sögu skylminga á Íslandi sem einn og sami maður nái að sigra í öllum þessum flokkum en Hilmar verður 17 ára í næsta mánuði. Hilmar er sonur Helgu Baldursdóttur frá Páfastöðum og Jóns Gunnars Valgarðssonar frá Sauðárkróki.