Hólafólk á Landsýn 2014

Ráðstefnan Landsýn var haldin á Hvanneyri síðastliðinn föstdag. Er þetta í annað sinn sem ráðstefnan er haldin undir þessu nafni en forveri hennar var Fræðaþing landbúnaðarins sem margir muna eftir. Fyrirlesarar frá Hólaskóla tóku virkan þátt í ráðstefnunni og fluttu áhugaverð erindi.

Í málstofu um landbúnaðartengda ferðaþjónustu hélt Georgette Leah Burns fyrirlesturinn „Animals as Tourism Objects: Ethically refo using the relationships between tourists and wildlife“. Guðrún Helgadóttir fjallaði um „Sheepish presence at horse round-ups“ og Ingibjörg Sigurðardóttir fjallaði um hvernig lífstíll í hestamennsku verður að ferðavöru. Einnig fjallaði Ingibjörg, ásamt Runólfi Smára Steinþórssyni prófessor við Háskóla Íslands, um þróun hestaklasa á Norðurlandi vestra.

Í málstofu um velferð dýra fjölluðu Christina Mai og Sigríður Björnsdóttir um munn hestsins við frumtamningu. En þá rannsókn vann Christina sem lokaverkefni til BS prófs í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum.  Einnig fjallaði Sigríður um áverka í munni íslenskra keppnishesta.

Hægt er að hlusta tímabundið á upptökur af fyrirlestrunum með því að smella á frétt á vef Hólaskóla.

Fleiri fréttir