Innanfélagsmót í Tindastól
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
04.04.2011
kl. 08.54
Um helgina var innanfélagsmót hjá skíðadeild Tindastóls. Á laugardaginn var keppt í svigi og á sunnudaginn var keppt í stórsvigi í frábæru veðri. Að sögn mótshaldara var mótið skemmtileg fjölskylduskemmtun og stóðu krakkarnir sig vel og var greinilegt að þau höfðu gaman að keppninni.