Jóhann Rúnar hestaíþróttamaður ársins

Jóhann Rúnar Skúlason knapi frá Sauðárkróki hefur verið útnefndur hestaíþróttamaður ársins af Landssambandi hestamannafélaga eftir glæsilegan árangur á árinu en hann vann sinn fimmta heimsmeistaratitil sl. sumar.

Jóhann Rúnar sem nú er búsettur í Danmörku hefur sem fyrr segir orðið fimm sinnum heimsmeistari í tölti, tvisvar á Hvin frá Holtsmúla, einu sinni á Snarpi frá Kjartansstöðum, einu sinni á Feng frá Íbishóli og loks á hestinum Hnokka sl. sumar, samkvæmt á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga.

Þar með er Jóhann Rúnar kandídat hestamanna við valið á „Íþróttamanni ársins“ sem samtök íþróttafréttamanna standa fyrir ár hvert.

Fleiri fréttir