Kraftur í reiðhöllinni

Fjölmargir lögðu leið sína í reiðhöllina Svaðastaði á Sauðárkróki í dag en þar er til sýnis fjölbreytt úrval af allskyns tryllitækjum og tólum.

Þar á meðal er hægt að skoða mótorhjól, torfærubíla, snjósleða, rallý- og spyrnubíla, báta, ýmsan búnað frá björgunarsveitunum. Þar eru einnig til sýnis framandi uppstoppuð dýr, fjölmargar gerðir af byssum og hægt að prófa að skjóta af alvöru boga.

Húsið opnaði kl. 10 í morgun og var opið til kl. 18 í kvöld. Að sögn Úlfars Sveinssonar sem stóð vaktina í miðasölunni byrjaði dagurinn heldur rólega en eftir hádegi var stanslaus straumur af fólki. Þeir sem komust ekki í dag hafa enn tækifæri til að bera herlegheitin augum því sýningin verður opin á morgun frá kl. 11-16.

 

Hér má sjá nokkrar myndir frá sýningunni.

Fleiri fréttir