Kveðja frá Mexíkó
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
10.06.2022
kl. 08.35
Króksarinn Andri Már Sigurðsson, sem margir þekkja sem Joe Dubius, var að senda frá sér lagið Kveðja frá Mexíkó.
Annar brottfluttur króksari, hann Þórólfur Stefánsson, sá um allan hljóðfæraleik, hljóðblandaði og útsetti lagið í Svíþjóð.
Titill lagsins er mjög svo viðeigandi þar sem Andri býr um þessar mundir útí Mexíkó og situr þar slakur og ræktar sinn akur eins og segir í laginu.
/IÖF