Laukarnir færa okkur vorið
Vorið heldur áfram og laukarnir spretta upp úr jörðinni. Veður verður áfram hagstætt vorunnendum en spáin gerir ráð fyrir suðlægri átt, 5-10 m/s og væta með köflum í flestum landshlutum. Fremur hæg suðlæg átt á morgun og skúrir, einkum sunnnanlands. Hiti víða 3 til 8 stig, en heldur svalara á morgun.